Suðurnesjarall 2008 hjá Team Seastone og co

Jæja nú er annað rall sumarsins lokið.  Og Pétur og heimir leiða stiga töfluna.

 

Það er nú hægt að segja að á fyrri dagur rallsins hafi átt að vera svona upphitun fyrir átökin á laugardeginum.

 Bræðurnir voru að aka stapann á góðum tíma.  En strax í byrjun Nikkels fór hjá þeim mótorfesting og tafði það þá ofboðslega.  Töpuðu miklum tíma þar því þeir einfaldlega vissu ekkert hvað var að og hlífðu bílnum mjög.  Eftir það lá leiðin niðrá höfnina í Keflavík.  Fínir tímar voru teknir þar og gekk það vel hjá bræðrunum.

 Fyrsta rall sumarsins hjá Guðmundi Orra og Clio.  Og með honum var frændi hans Jakob.  Á Stapanum var aðalega farið í það að skynja bílinn og sjá hvernig hann "höndlaði".  Nýjir demparar og allt öðru vísi hreifingar í bílnum.  Tíminn var svo slæmur að menn héltu að þeir hefðu stoppað í pick nick og haldið svo áfram.  Nei þeir tóku byrjunina mjög rólega.  Á Nikkel fóru þeir aðeins hraðar.  Og nota bene allt óskoðað.  Og á einum stað var stukkið útaf leið og langt útaf.  En allt fór sem best þar. Höfnin var svo tekin og er Clioinn hannaður nánast fyrir malbik.  Svín lá og náði 10 besta tíma þó að ragir hefðu þeir frændur verið á henni.  Seinni ferðin gekk rosalega vel og voru þeir á mögnuðum tíma er þeir komu í síðustu beygju þar sem þeir misstu bílinn og fóru í einhverja holu.  Og brutu felgu, hjóla naf, bremsu disk og skemdu hægra aftur bretti .  Og svo endaði það meðþví að hægra aftur hjólið yfirgaf partýið hálfa leið í viðgerðahleið.  Um kvöldið var farið í að redda varhlutum og fannst það og allt í gooddy.  Þangað til að um morguninn þegar við komum þá sáum við að legan var of sver og nafið passaði enganveginn saman við bitann :S.  Clio menn úr keppni.  Þessi bíll ÆTLAR bara ekki að klára rall.....

 

Þá var ekkert annað en að fyrir þá en að fara í servis hjá bræðrunum.....  Og vá það var allgjör rússibani!!!  á leið á Djúpavatninu lenda þeir í hnjaski og varð það til að báðar viftu reimarnar losnuðu og slóust utan í vatnskassann og gerðu fleirri fleirri göt.  Og míg lak Focusinn vatni.  Mikil vinna fór þá í að reyna að redda vatnskassa og VATNI.  fundum 2 kassa sem reyndar pössuðu ekki og var ákvorðun tekin að halda áfram og dæla vatni í bílinn.  Og held ég að við höfum sett um 120 lítra á hann á 2-3 tímum, plús radiator seal.  og auk þess var mótorfestingin ennþá brotin en á endanum var vélin fest upp mep strappa sem heppnaðist bara ágætlega. Bræðurnir náðu að klára með herkjum og annað rallið sem þeir klára en bíllinn í frekar slöppu ásikomu lagi.  

Lukku dísirnar ekki með þeim í þessum 2 fyrstu röllum.

 

Team Seastone og Co eru eins og er á einu bílunum sem keppa í 2000 flokki og verður samkeppnin innan liðsins vonandi mikil í sumar.

Hér koma svo myndir af báðum bílunum frá Suðurnesjarallinu 2008.

Takið eftir að á 3 mynd  er dekkið á Clio'inum brotið og 4 min seinna brotnaði það allveg af...

 

sdfsdfsdf

 

 

 

 

 

 

 

6787copy

 

 

 

 

 

 

 

rally049copyoi5

 

 

 

 

 

 

 

Með Rally kveðjum Guðmundur Orri Arnarson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband