Skagafjarðarrall

 Mælifell

Góðan daginn.

 

Nú um helgina, nánar tiltekið 26 júlí, fer fram 4 umferð af 6 í íslandsmeistara mótinu í ralli.  Hið árlega Skagafjarðarrall.  Sem margir telja vera eitt skemmtilegasta rall ársins.  Ekið verður um Mælifellsdalinn 4 sinnum, 2 fram og til baka.  Og tvisvar um Nafir.  Hefst rallið um klukkan 09:00 á Laugardagsmorgun og áætlað að það ljúki um klukkan 16:30. Tímamaster...

17 áhafnir eru skráðar og er það svona meðal þáttaka.  En jafnframt góð þáttaka miðað við að flestar áhafnir eru staðsettar í og við höfuðborgina.  Og langt að fara. 

8 áhafnir eru skráðar í N flokk sem eru 4wd bílar.  4 áhafnir í jeppaflokk. 1 áhöfn í 2000 flokki og 4 áhafnir í 1600 flokk en 1600 flokkurinn keppir einnig um sæti í 2000 flokki.  Rásröð... 

Staðan í Íslandsmótinu er sem hér segir:

 1. Pétur S. Pétursson - Heimir S. Jónsson 24 stig
2. Sigurður Bragi Guðmundsson -
Ísak Guðjónsson 18 stig
3. Marian Sigurðsson - 
  16 stig
4. Valdimar Jón Sveinsson -
Ingi Mar Jónsson 15 stig
5. Jón Bjarni Hrólfsson -
Borgar Ólafsson 10 stig
6. Jóhannes V. Gunnarsson -
Björgvin Benediktson 9 stig
7. Fylkir A. Jónsson -
Elvar S. Jónsson 9 stig
8. Páll Harðarson -
Aðalsteinn Símonarson 6 stig
9. Sigurður Óli Gunnarsson -   5 stig
10. Henning Ólafsson -
Gylfi Guðmundsson 2 stig
11. Kjartan M. Kjartansson -
Ólafur Þór Ólafsson 2 stig
12. Ólafur Ingi Ólafsson -
Sigurður R. Guðlaugsson 1 stig

 

Spennandi verður að sjá hvernig mál þróast um helgina og verður hægt að fylgjast með á Lia.is.  Undir spjall dálkinum.

Að loknu ralli verður ærlega slett úr klaufunum og verður dansiball, með hinni heimsfrægu hljómsveit hér á Íslandinu , BUFF.

Fyrir hönd TEAM SEASTONE óska ég ykkur öllum góðrar skemmtunar um helgina og munið eftir að hafa ávalt beltin spennt.

 

KV:

Guðmundur Orri Arnarson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband