Fyrsti dagur í Suðurnesjarallinu.

Jæja þá er fyrri dagurinn búinn í suðurnesjarallinu....   OOOOOg við enduðum með 3 hól undir bílnum eins og sést hér á myndinni er það að brotna af :S  Tekið frá Pétri Sig.  Mótorfesting hjá bræðrunum gaf sig í startinu á nikel og dekkið fór undan hjá mér og Jakobi frænda.  Skemmtilegur dagur á enda og mikið að gera fyrir fyrstu sérleið hjá báðum áhöfnum í fyrramálið.  Vonum að allt gangi vel og allir nái að klára á morgun....  Góða nótt  KV Guðmundur Orri

rally049copyoi5


Breytingar á Clio

Jæja þá er þetta allt að koma.  Endilega kíkja á vinnuna Cool

 

Clio Breyting...   Klikka hér!!!

 

Einnig hægt að skoða á 123.is/orriboy 


Nýtt myndband frá Team Seastone!

Team Seastone vilja benda aðdáendum sínum á að nýtt myndband hefur verið tekið til birtingar á bloggsíðu liðsins. 

Nýja lookið að gera góða lukku hjá flestum...

TEAM SEASTONE skipað af þeim bræðrum, Gunnar Freyr Hafsteinsson og Jóhann Hafsteinn Hafsteinsson

 

 

 

 

 

 

Hér eru þeir bræður í einhverjum spekúleringum. 

 

Skiptu yfir í Ford Focus eftir síðast liðið sumar.  Og hafa gert viða miklar breytingar á þeim bíl.  Búnir að finna allveg heilann haug af hestöflum og jafnframt að setja nýtt "look" á bílinn.  Sem er sagður vera einn af 2 fallegri bílum í rallinu í dag, ásamt Evo hjá Pétri Bakara. Tekið hjá GullaBriem

 

Svo hérna koma fyrir og eftir myndir af tækinu..  Enjoy Cool

 Gamla útlitið...

Focus 123

 

 

 

 

 

 

 

 

 Og svo það nýja...Cool

 

Focus1

 

 

 

 

 

 

 

 

Með Rally kveðjum

Guðmundur Orri Arnarson 

 


Samkeppnin.....

Daginn...

 Eins og flestir hafa tekið eftir eru þeir bræður búnir að umturna Focus bílnum síðan þeir keyptu hann.  Orðinn miklu betri á alla kanta og mun öflugri.  En það er vert að ath að þeir voru einu í 2000 flokki í Vor Rallinu.  Það er ekki ásættanlegt að þeir séu einir að keyra í þeim flokki.  Svo að ég ákvað að byrja á mínum, og allavega vera þeim aðeins samkeppni. Eins langt og það nærGetLost.

Renault Clio Sport 1,8 L Orange

Clio Lítill

 Nú er byrjað að pússa hann allan að innan sem að utan og mun koma nýtt look á bílinn fyrir næsta rall. 7 júní.  Þannig að spennandi verður að sjá hvað kemur útúr því.  Ekki verða gerðar miklar breytingar á vélinni eða fjöðruninni.  Ekki nema að það verðu sett dogbox í hann sem er í uppgerð núna og nýjir demparar að aftan ættu að gera bílinn aðeins samkeppnishæfari.  En held nú að aðal atriðið verði að koma honum í gegnum rall og öðlast reynslu bæði á áhöfn og bíl. 

Nú stendur einnig yfir vinna í að redda sponserum og gengur það bara ágætlega.  Og vonumst við að það verði allt frágengið fyrir næsta rall.

Engin stór markmið eru sett í sumar.  Ekki nema þau að klára sem flest rally og öðlast reynslu eins og hér kemur fram að ofan.

Áhöfnin:  Það er kannski kominn tími á að kynna áhöfnina sem ekur þessu ökutæki.

Guðmundur Orri Arnarson:  Guðmundur Orri er uppeldissonur Jóhanns Hafsteins frá 4 ára aldri.  Og síðan þá hefur hann Jóhann verið að móta í strákinn bíladellunaGrin.  Frá 1990 fylgdist Orri með þeim bræðrum í rallycrossinu og þar byrjaði dellan.  Og rétt eins og þeir segja... Svo liðu mörg ár. Og frá 2000 hefur bílaáhuginn stigmagnast ásamt öðru mótorsporti s.s. fjórhjólum og jeppa sportinu og vélsléðum svo eitthvað er tekið saman.  Strákurinn er fæddur 1983 og verður því 25 ára á þessu indæla sumri.  Guðmundur er ökumaðurinn á rally bílnum.

 Guðmundur Orri>>>

Orri andlitsmynd

Reimar Þór Sveinbjörnsson: Reimar og Guðmundur eru æsku vinir og auðvita var tilvalið að skreppa í þetta sport saman.  Reimar er einnig fæddur 1983 og er því einnig 25 ára á þessu indæla ári.  Reimar hefur minna verið viðrinni við akstursíþróttir.  Og hefur aðalega verið í hestamennskunni.  En það hefur alltaf blundað mikill áhugamaður um mótorsport í honum og lét hann verða af því í lok sumars 2007 þegar hann og Guðmundur keyptu Renault Clio rally bílinn appelsínugula.  Reimar er einnig að stíga sín fyrstu barnaskref í mótorhjóla dellunni og er eigandi að einu stk racer götuhjóli. Báðir eru þeir fæddir og uppaldnir á Akranesi. Reimar er aðstoðarökumaður.

 Reimar Þór >>>

Reimar lítill

Ég mun setja inn myndir af gangi mála, þ.e.a.s. vinnunni af bílnum, hér í myndaalbúm.  Ásamt því verða fleirri myndum smellt inn er líður tekur á sumarið Cool.

 Í lokinn vill ég bara minna á að ávalt að hafa beltinn spennt, höldum glæfra akstri af götum borgarinnar og gangi ykkur vel í mótorsport keppnum í sumar.

 

BKV: Guðmundur Orri Arnarson Devil


Team Seastone og vorrall 2008

Jæja þá er fyrsta rall sumarsins að baki.  Team Seastone mættu galvaskir til leiks á endurnýjuðum Focus, til í allt.   Bíllinn var flottur, virkaði vel og menn bara í nokkuð góðu formi.  Ekki var ætlunin að keyra alveg á mörkunum í þessu fyrsta ralli enda engin reynsla komin á bílinn. 

Engu að síður var staðan vel ásættanleg eftir fyrsta daginn.  Team Seastone leiddi flokk eindrifsbíla með 59 sekúndum.

Team Seastone mættir til leiksÁ fyrstu leið laugardagsins, um Hengil, töpuðum við 11 sek. eftir smá snúning.  Stóra áfallið var þó framundan á fyrstu ferð okkar um Lyngdalsheiði.  Við sprengdum framdekk í beygjunum þar sem Danni og Ásta tvíhjóluðu um árið.  Við reyndum að keyra á sprungnu eins langt og okkur var unnt, en allt kom fyrir ekki.  Eftir minniháttar útafakstur í vinsti beygju var ákveðið að stoppa og skipta um dekk, enda var það þá nánast horfið af felgunni.  Að skipta um dekk reyndist þrautin þyngri, því tjakkurinn seig alltaf niður í gljúpan jarðveginn.  Þetta tókst loks í fjórðu tilraun.  Alltof langur tími var liðin og kláruðum við leiðina á 19,17 og töpuðum því ca 11 mínútum sé miðað við tíma okkar á seinni ferð okkar um heiðina.

Það sem eftir lifði rallsins vorum við með bestu tíma á öllum leiðum í flokki eindrifsbíla en það dugði ekki til að vinna upp glataðan tíma.  Örlög okkar voru því að klára rallið í síðasta sæti yfir heildina.

Þrátt fyrir þetta er margt jákvætt fyrir okkur þessu ralli.  Bíll og áhöfn eru að virka vel og eiga báðir mikið inni fyrir komandi keppnir.  Team Seastone munu því mæta galvaskir til leiks í Suðurnesjarallið þ. 7. júní.

 


Ofsaakstur við höfnina í Keflavík

Team Seastone vilja bara vekja athygli á nýju myndbandsbroti er sýnir tilþrif okkar á Súkkunni góðu í Suðurnesjarallinu í fyrra.Wink  

Team Seastone á Ford Focus.

Jæja þá er komið að því.  Bloggsíða með myndum og umfjöllun um æfingar og ævintýri Team Seastone Cool

Team Seastone samanstendur aðallega af bræðrunum Gunnari og Jóhanni, Hafsteinssonum.  Þaðan er nafnið á liðinu upprunnið.  Gunnar og Jóhann eru búsettir á Akranesi og hafa lengi verið illa haldnir af allskonar bíladellu.  Stofnuðu m.a. AkVest á sínum tíma sem skipulagði m.a. sprettrall og torfærukeppnir á Skaganum og var skrifað fyrir a.m.k. einu ralli.

Þeir hófu fyrst þátttöku í akstursíþróttum á gullaldarárum rallykrossins, uppúr 1990, (sællar minningar).  Þá var keppt í hinum alræmda "krónuflokki" á Mözdum.  Eftir nokkur góð sumur í krossinu var ákveðið að taka þátt í alvöru ralli 1993.  Keppt var á gamalli Mözdu 323 í Borgarfjarðarrallinu.  Mazdan var krónukrossari sem var dubbaður upp í rallýbíl (ljósin hengd á og druslan skráð) og mun það hafa verið í fyrsta sinn sem bíll kom þaðan til þátttöku í alvöru ralli á Íslandi.  Markmiðið var náttúrulega bara að klára og var ekið eins og druslan dró (64 hestöfl), allt nótulaust og óskoðað.  Þetta gekk alveg þokkalega þar til á síðustu beygju í síðustu sérleið (niður Uxahryggi) að drifið gaf sig og bíllinn rann þversum, hentist nokkrar veltur og endaði á hvolfi ofan í ræsi.  Þannig fór það.  Bara gaman, mikill skóli að fá keyra fyrir allan peninginn og Mazdan jafngóð eftir sem áður til frekari afreka í "Krónunni".  Eftir 1993 lauk afskiptum þeirra bræðra af akstursíþróttum, í bili a.m.k.

Siðan liðu mörg ár.

Vorið 2007 var ákveið að fara af stað aftur.  Fest voru kaup á einum vanasta rallýbíl landsins Suzuki Swift GTi-R.  Þessi bíll er eiginlega menntaskóli íslenskra rallyökumanna vegna þess að í honum hafa margar áhafnir runnið sína fyrstu kílómetra í keppni.  Bíllinn reyndist líka ákaflega traustur og skilaði iðulega áhöfn sinni i mark.  Súkkan er einnig gríðarlega skemmtilegur rallýbíll.  Það er skemmst frá því að segja að sumarið 2007 leið hratt og allar keppnir sem tekið var þátt í (utan ein) skiluðu dollu í hús. 

Þrátt fyrir góðan árangur 2007 var ákveðið að uppfæra keppnisbifreið Team Seastone fyrir tímabilið 2008.  Súkkan var því seld og keyptur var alræmdur Ford Focus rallýbíll.  Markiðið með kaupunum var að gera bílinn upp, svo vel að hann yrði fær um, ásamt áhöfn, að landa Íslandsmeistaratitli í 2000 flokki 2008.

Í vetur hefur mikið verið unnið í bílnum.  Mótor og bíltölva hafa verið uppfærð, fjöðrun yfirfarin og alsherjar holling verið gerð á boddýi. 

Fer loks að sjá fyrir endann á þeirri vinnu enda er rallhugurinn óðum að æsast með hækkandi sól.

Þá er bar eftir að redda sponsorum..... 

Við munum vera með update á vinnu og æfingum ásamt því að smella nokkrum myndum hérna inn svona þegar tækifæri gefst.

 

Annars segi ég bara.  Eigiði góðan rallyundirbúning fyrir sumarið og sjáumst hressir í fyrsta rallinu í maí.

 

Bestu kveðjur  TEAM SEASTONE

TEAM SEASTONE


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband