Haustrall LIVE!!!

Var að fá fréttir að jónbi og borgar duttu út á fyrstu leið. Gírkassa bilun.

Doddi á Mösdu stoppaði einnig á svipuðum stað og þeir. Bilun ókunn.

Pajero hjá Úlfari er úti líta fastur í 1 gír að ég heyrði.

Endilega leiðréttið mig eða bætið við hér inni.

Bkv Gummi Orri

Sumarið 2008

Smá yfirferð yfir sumarið sem leið hjá Team Seastone félögum Smile

 


Skrambinn bévitans

Jæja

focusinn tók uppá því að velta,búinn að fá nóg.......

Svekkjandi Frown vorum að auka forystuna jafnt og þétt og í rauninni héldum við að þetta rall yrði erfiðara fyrir okkur þar sem við vorum með orginal gírkassa og enga driflæsingu,en focus höndlar sennilega betur en flestir hinna eindrifs bílana,það er yndislegt að leggja þennan bíl í beygjur.

Á Heklu 1 þegar við áttum sirka 500 metra í endamark brotnaði stýrisendi,heyrði smell og bíllinn beygði útí kannt snerist og vegna þess hversu undirlagið er laust gróf hann sig niður og valt 1 eða 2 veltur,get bara ekki áttað mig á því,þetta gerðist svo hratt,held samt að það hafi verið 1. Fyrst að stýrisendinn þurfti að brotna er þetta sennilega skársti staðurinn á heklunni til að stunda svona æfingar,vil ekki hugsa það til enda ef hann hefði farið á öðru hundraðinu einhverstaðar þar sem er ekkert nema hraun og ég veit ekki hvað er......úff En við löbbuðum heilir frá þessu og bíllinn ekki eins illa farinn og tilefni er til. 

Búið spil...

Stefnan var auðvitað að vinna eindrifs flokkinn og jafna stöðu okkar í mótinu en þau plön eru farin í tunnuna ásamt brotna stýrisendanum.Við erum byrjaðir að vinna í bílnum og hefur það gengið prýðilega, í dag var nýja toppnum tilt á.

!cid__Mynd025

Þáttöku okkar í Pirelli mótaröðinni þetta árið er lokið og munum við mæta galvaskir til leiks að ári reynslunni ríkari.

Team Seastone þakkar fyrir sig.

ps á einhver video frá RR set þau inn við tækifæri.


Það eru komnar myndir frá Rally Reykjavík

http://teamseastone.blog.is/album/

 

Bloggið kemur von bráðar.....

 Bkv Guðm. Orri


Pirelli Rally Reykjavík

 

Úffffffff 

Jæja þá er það að bresta á,stærsta keppni sumarsins rally Reykjavík,í 29 skipti. Óhætt er að segja að spennan sé í hámarki hjá keppnisliðunum og engin leið að spá um úrslit.Líklegt er þó að menn reyni að byrja 1 legg á að keyra grimmt og ná þannig hentugum stað í endurröðun fyrir 2 legg og einnig til að skapa sér andrými á keppinautana en 2 og 3 leggur er í kringum Heklu,sjálfsagt eru líka margir sem ætla sér að keyra save þe láta aðra rembast og gera mistök,en bæta smá saman við hraðan,hirða síðan upp molana, Sem sagt taka Þetta á herkænskunni.(gera út 1 stk rally bíl er álíka og að stjórna litlum hernaði)

JAK 1431

 Undirbúningur Team Seastone hefur gengið alveg prýðilega búið að fara vel yfir bæði Focus og Clio,sennilega hefur Clioinn aldrei verið eins vel undirbúinn fyrir rall og núna,Focusinn hefur klárað allar keppnir í sumar þrátt fyrir að við höfum lent í leiðinda bilunum,lögðum til að mynda mikið á bíllinn í Suðurnesjarallinu sjálfsagt hefðu einhverjir hætt eftir að viftuspaðarnir átu vatnskassann EN rall er ekki búið fyrr en það er búið,ef það kemur fyrir mig getur það allteins komið fyrir aðra.Öll stig telja þegar talið verður uppúr hattinum í mótslok.

Ef þú keyrir áfallalaust í gegnum Rally Reykjavík ertu sennilega að keyra of hægt!W00t

 Pollatæming á Djúpavatni

Team Seastone óskar öllum góðs gengis um komandi helgi.

 ps Sendum góða strauma til Rúmeniu þar sem formúlu hetjan okkar ætlar að taka þessa gutta og snýta þeim.Cool

Gunnar Hafsteinsson

 


Skagafjarðarrall... Loksins kom Bloggið :D

Þá er loksins komið að því. SKAGAFJARÐARRALLIÐ

 

Það hlaut að koma að því!!!!

Fyrsti sigur TEAM SEASTONE í sumar í 2000 Flokki.  Og ekki slæmt að ná því í einu skemmtilegasta rally sumarsins.  

Ekið var Mælifellsdalinn 4 sinnum og svo innanbæjarleið 2 sinnum.  Fyrsta rallið þar sem allt gekk nánast áfallalaust hjá bræðrunum á Focus.  Allt virkaði vel og vorum við vel undirbúnir fyrir nánast allt.   Þetta rall nánast vannst á fyrstu 2 leiðunum á Mælifellinu.  Mikið gap myndaðist eftir að þeirSkagafjörður Innanbæjarleið bræður óku mjög vel og ákveðið.  Eftir það var aðeins slakað á til að halda bílnum heilum fyrir innanbæjarleiðina.  Og gekk það mjög vel fyrir utan að hægra framdekkið losnaði aðeins í átökum þegar þeir lentu á stórum steini. En ekkert til að hafa áhyggjur af.  Til þess er nú topplyklasettið til ;) .  Skagafjörður JUMP 

Að mínu mati eitt flottasta stökk sem myndað hefur verið af þessum bíl í sumar. Tekin af Elvari(Elvaro). Og efri myndina tók hún Gerðaokkar :D .

Innanbæjar leiðin var virkilega flott og góður staður fyrir áhorfendur.  Allir sáu bílana lengi og allir voru mjög ánægðir með leiðina(Afþeim sem ég talaði við:)).  Vel merkt fyrir Ökuþóra og Co-ara.  Og skemmtileg að keyra. 

 Verðlauna afhendingin fór fram á einhverjum stað í bænum og var það mjög flott og snyrtilega til höfð afhending.  svo var ball um kvöldið með "Heimsfrægu"Bandi(hér á Íslandi) BUFF.  Djammað var framm á rauða nótt á tjaldsvæðinu við sundlaugina og farið á hestbak(Fyrir þá sem sáu ekki...  Þá er ég að tala um styttuna á tjaldsvæðinu :D ) og skálað svo fyrir rallinu. 

Frábært rall, frábært staff, frábærir ökumenn og aðstoðarökumenn, frábært fólk í servis hjá öllum, virkilega hjálpsamir allir, frábært veður, frábær staður, frábært ball, frábært djamm og gaman að sjá hvað allir eru svo góðir vinir í skóginum innan rallsins.

Team Seastone þakkar öllum sem komu að þessu rally og þeim sem kepptu fyrir yndislega helgi og sjáumst svo hress og kát í metþáttöku í alþjóðarallinu.

 Og munið að hafa ávallt beltin spennt og haldið glæfra akstri utan þjóðvega. Cool

 Bkv: Guðmundur Orri Arnarson


Skagafjarðarrall

 Mælifell

Góðan daginn.

 

Nú um helgina, nánar tiltekið 26 júlí, fer fram 4 umferð af 6 í íslandsmeistara mótinu í ralli.  Hið árlega Skagafjarðarrall.  Sem margir telja vera eitt skemmtilegasta rall ársins.  Ekið verður um Mælifellsdalinn 4 sinnum, 2 fram og til baka.  Og tvisvar um Nafir.  Hefst rallið um klukkan 09:00 á Laugardagsmorgun og áætlað að það ljúki um klukkan 16:30. Tímamaster...

17 áhafnir eru skráðar og er það svona meðal þáttaka.  En jafnframt góð þáttaka miðað við að flestar áhafnir eru staðsettar í og við höfuðborgina.  Og langt að fara. 

8 áhafnir eru skráðar í N flokk sem eru 4wd bílar.  4 áhafnir í jeppaflokk. 1 áhöfn í 2000 flokki og 4 áhafnir í 1600 flokk en 1600 flokkurinn keppir einnig um sæti í 2000 flokki.  Rásröð... 

Staðan í Íslandsmótinu er sem hér segir:

 1. Pétur S. Pétursson - Heimir S. Jónsson 24 stig
2. Sigurður Bragi Guðmundsson -
Ísak Guðjónsson 18 stig
3. Marian Sigurðsson - 
  16 stig
4. Valdimar Jón Sveinsson -
Ingi Mar Jónsson 15 stig
5. Jón Bjarni Hrólfsson -
Borgar Ólafsson 10 stig
6. Jóhannes V. Gunnarsson -
Björgvin Benediktson 9 stig
7. Fylkir A. Jónsson -
Elvar S. Jónsson 9 stig
8. Páll Harðarson -
Aðalsteinn Símonarson 6 stig
9. Sigurður Óli Gunnarsson -   5 stig
10. Henning Ólafsson -
Gylfi Guðmundsson 2 stig
11. Kjartan M. Kjartansson -
Ólafur Þór Ólafsson 2 stig
12. Ólafur Ingi Ólafsson -
Sigurður R. Guðlaugsson 1 stig

 

Spennandi verður að sjá hvernig mál þróast um helgina og verður hægt að fylgjast með á Lia.is.  Undir spjall dálkinum.

Að loknu ralli verður ærlega slett úr klaufunum og verður dansiball, með hinni heimsfrægu hljómsveit hér á Íslandinu , BUFF.

Fyrir hönd TEAM SEASTONE óska ég ykkur öllum góðrar skemmtunar um helgina og munið eftir að hafa ávalt beltin spennt.

 

KV:

Guðmundur Orri Arnarson 


Snæfellsnesja rallið.

Jæja góðan daginn.  Það er kominn smá tími síðan smellt var inn smá bloggi hér. 

En allaveganna.  Snæfellsnesja rall.  

Í þessu ralli vantaði fleirri liðsmenn í TEAM SEASTONE    heldur en í því síðasta.  Undirritaður var ekki með vegna skorts á varahlutum (Mæli með BogL **kaldhæðni**).   Og Jóhann Hafsteinn annar bróðurinn og aðstoðarökumaður á Focus var fráverandi í fríi.  Og því var ákveðið að Reynir ssem hefur ekið um á Hilux pickup síðustu tvö röll, eða öllu heldur síðustu 2 vélarGrin, yrði aðstoðarökumaður fyrir hann Gunnar, hinn bróðurinn.  

Þetta rall gekk frekar brösulega til að byrja með og var það ekkert sem hafði breyst frá síðustu röllum.  Og horfði maður nánast á að þetta yrði eitthvað flopp í byrjun og eftir nokkrar sérleiðir.  Eftir suðurnesjarallið síðasta þá míg lak bíllinn og höfðu þeir sett vatn í einn af bensínbrúsunum.  Og var í flýti sett einhverja 4-8 lítra af vatni á tankinnUndecided (óvart sko...).  Eftir það gekk bíllinn leiðinlega og áður en Snæfellsrallið byrjaði varð að skipta um spíssa.  Eftir það gekk hann aðeins betur og þeir gátu byrjað  rallið.  Samt einhver djöfu... hökt og truntu skapur í honum.  Á fyrstu leið losnaði hlífðarpannan undan bílnum og náðum við ekki að festa hana upp og því voru göturnar bara teknar og heflaðar allaleið að Ólafsvík.  Svo kom auðvita "Beinabrjóturinn" (Vatnaheiðin).  Þar komu þeir með allt sjóðandi og allt í volli.  Og héldum við í eitt augnablik að head pakkningin hefði gefið sig.  En svo var ekki.  Þá var aðeins viftan að sjúga en ekki blása þannig að hún gerði ekkert gagn.  Því var breitt og vatn sett á og hann var til friðs það sem eftir lifði að deginum.  Vegna lítillar orku í bílnum voru þeir ekki að ná góðum tímum(Allaveganna mátt vera betri).  Og var í hádegishléinu bíllinn tekinn í gegn í steikjandi hita í skjóli á Ólafsvík, og vá Það var heitt úff.  Skipt var um kerti, þræði og kveikju og loksins var pönnunni fest uppí bílinn.  Og gekk hann eins og klukka eftir það og náðu þeir aðeins að saxa á forskotið hjá bílum á undan á einhverjum leiðum,  Nótulausir nánast.  En í síðustu leið brutu þeir annan gír og keyrðu því í 1 svo 3 gír og svo framleiðis. Enduðu í 3 sæti í 2000 flokki og er stefnt að sigri næst....!!

Smelli hér inn myndum sem hún Gerða tók. Takk fyrir það Gerða Grin.

img_7082fokuslitil

 

 

 

 

Gunnar og Reynir á fleygiferð í Bersekjahrauni 

img_7118

 

 

 

 

 

 

 

Spekúleringar um hvað ætti að vera í matin um kvöldiðCool Frá Vinstri:Marri, Gunni, Heimir, Ásta og Orri.

img_2164

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Verðlauna afhending.  Sætasti verðlaunapallur til þessa Cool

 

Þá er það bara Skagafjarðarallið 26 júlí.  Og væntanlega mæta báðar áhafnir. S.s. Focus bræður og Clio (Nýr Aðstoðarökumaður verður kynntur síðarWink)

 Munið að hafa beltin ávallt spennt og höldum fíflaskap og glæfra akstri utan þjóðvega Íslands og inná á lokaðar brautir.

 Við viljum þakka fyrir gott og skemmtilegt rall.

Driver: Gunnar Freyr Hafsteinsson

Co-Driver: Reynir Þór Reynisson

Servis: Guðmundur Orri Arnarson

 

Bkv: Guðmundur Orri Arnarson 


Suðurnesjarall 2008 hjá Team Seastone og co

Jæja nú er annað rall sumarsins lokið.  Og Pétur og heimir leiða stiga töfluna.

 

Það er nú hægt að segja að á fyrri dagur rallsins hafi átt að vera svona upphitun fyrir átökin á laugardeginum.

 Bræðurnir voru að aka stapann á góðum tíma.  En strax í byrjun Nikkels fór hjá þeim mótorfesting og tafði það þá ofboðslega.  Töpuðu miklum tíma þar því þeir einfaldlega vissu ekkert hvað var að og hlífðu bílnum mjög.  Eftir það lá leiðin niðrá höfnina í Keflavík.  Fínir tímar voru teknir þar og gekk það vel hjá bræðrunum.

 Fyrsta rall sumarsins hjá Guðmundi Orra og Clio.  Og með honum var frændi hans Jakob.  Á Stapanum var aðalega farið í það að skynja bílinn og sjá hvernig hann "höndlaði".  Nýjir demparar og allt öðru vísi hreifingar í bílnum.  Tíminn var svo slæmur að menn héltu að þeir hefðu stoppað í pick nick og haldið svo áfram.  Nei þeir tóku byrjunina mjög rólega.  Á Nikkel fóru þeir aðeins hraðar.  Og nota bene allt óskoðað.  Og á einum stað var stukkið útaf leið og langt útaf.  En allt fór sem best þar. Höfnin var svo tekin og er Clioinn hannaður nánast fyrir malbik.  Svín lá og náði 10 besta tíma þó að ragir hefðu þeir frændur verið á henni.  Seinni ferðin gekk rosalega vel og voru þeir á mögnuðum tíma er þeir komu í síðustu beygju þar sem þeir misstu bílinn og fóru í einhverja holu.  Og brutu felgu, hjóla naf, bremsu disk og skemdu hægra aftur bretti .  Og svo endaði það meðþví að hægra aftur hjólið yfirgaf partýið hálfa leið í viðgerðahleið.  Um kvöldið var farið í að redda varhlutum og fannst það og allt í gooddy.  Þangað til að um morguninn þegar við komum þá sáum við að legan var of sver og nafið passaði enganveginn saman við bitann :S.  Clio menn úr keppni.  Þessi bíll ÆTLAR bara ekki að klára rall.....

 

Þá var ekkert annað en að fyrir þá en að fara í servis hjá bræðrunum.....  Og vá það var allgjör rússibani!!!  á leið á Djúpavatninu lenda þeir í hnjaski og varð það til að báðar viftu reimarnar losnuðu og slóust utan í vatnskassann og gerðu fleirri fleirri göt.  Og míg lak Focusinn vatni.  Mikil vinna fór þá í að reyna að redda vatnskassa og VATNI.  fundum 2 kassa sem reyndar pössuðu ekki og var ákvorðun tekin að halda áfram og dæla vatni í bílinn.  Og held ég að við höfum sett um 120 lítra á hann á 2-3 tímum, plús radiator seal.  og auk þess var mótorfestingin ennþá brotin en á endanum var vélin fest upp mep strappa sem heppnaðist bara ágætlega. Bræðurnir náðu að klára með herkjum og annað rallið sem þeir klára en bíllinn í frekar slöppu ásikomu lagi.  

Lukku dísirnar ekki með þeim í þessum 2 fyrstu röllum.

 

Team Seastone og Co eru eins og er á einu bílunum sem keppa í 2000 flokki og verður samkeppnin innan liðsins vonandi mikil í sumar.

Hér koma svo myndir af báðum bílunum frá Suðurnesjarallinu 2008.

Takið eftir að á 3 mynd  er dekkið á Clio'inum brotið og 4 min seinna brotnaði það allveg af...

 

sdfsdfsdf

 

 

 

 

 

 

 

6787copy

 

 

 

 

 

 

 

rally049copyoi5

 

 

 

 

 

 

 

Með Rally kveðjum Guðmundur Orri Arnarson. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband