Pirelli Rally Reykjavík

 

Úffffffff 

Jæja þá er það að bresta á,stærsta keppni sumarsins rally Reykjavík,í 29 skipti. Óhætt er að segja að spennan sé í hámarki hjá keppnisliðunum og engin leið að spá um úrslit.Líklegt er þó að menn reyni að byrja 1 legg á að keyra grimmt og ná þannig hentugum stað í endurröðun fyrir 2 legg og einnig til að skapa sér andrými á keppinautana en 2 og 3 leggur er í kringum Heklu,sjálfsagt eru líka margir sem ætla sér að keyra save þe láta aðra rembast og gera mistök,en bæta smá saman við hraðan,hirða síðan upp molana, Sem sagt taka Þetta á herkænskunni.(gera út 1 stk rally bíl er álíka og að stjórna litlum hernaði)

JAK 1431

 Undirbúningur Team Seastone hefur gengið alveg prýðilega búið að fara vel yfir bæði Focus og Clio,sennilega hefur Clioinn aldrei verið eins vel undirbúinn fyrir rall og núna,Focusinn hefur klárað allar keppnir í sumar þrátt fyrir að við höfum lent í leiðinda bilunum,lögðum til að mynda mikið á bíllinn í Suðurnesjarallinu sjálfsagt hefðu einhverjir hætt eftir að viftuspaðarnir átu vatnskassann EN rall er ekki búið fyrr en það er búið,ef það kemur fyrir mig getur það allteins komið fyrir aðra.Öll stig telja þegar talið verður uppúr hattinum í mótslok.

Ef þú keyrir áfallalaust í gegnum Rally Reykjavík ertu sennilega að keyra of hægt!W00t

 Pollatæming á Djúpavatni

Team Seastone óskar öllum góðs gengis um komandi helgi.

 ps Sendum góða strauma til Rúmeniu þar sem formúlu hetjan okkar ætlar að taka þessa gutta og snýta þeim.Cool

Gunnar Hafsteinsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mótormynd

Ég treysti á að þið verðið myndrænir um helgina, eins og alltaf

Góða lukku!

Mótormynd, 20.8.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband